Það er þetta skemmtilega hversdagslega og þægilega yfirbragð sem heillar við „chambray" skyrtur. Smá erfitt að skíra þær á íslensku, en nafnið er kennt við vefnað á bómullarefni. Hér er ekki um að ræða gallaskyrtu, heldur skyrtu úr þynnra efni sem getur tekið á sig ýmsa bláa tóna. „Chambray" skyrtan getur bæði verið mjög hversdags og eins notuð við fínni tilefni, létt og meðfærileg verður hún gjarnan smá uppáhaldsflík sem gengur við allt.
↧